Tilkynning frá Skagafirði

Að gefnu tilefni vill formaður VS benda á að stranglega bannað er að hjóla í enduro-brautinni á skíðasvæðinu í Tindastóli. Aðeins var fengið leyfi fyrir þessa einu keppni sem haldin var 6. september og eru hjólamenn beðnir að virða þetta bann. Skíðadeildin sýndi okkur í VS og hjólamönnum landsins frábæran velvilja með að leyfa þessa keppni og við skulum sýna þeim þá virðingu að láta vera að raska svæðinu þeirra frekar.
Hins vegar er öllum velkomið að taka sér góðan göngutúr um svæðið og hjálpa til við að ganga frá eftir keppnina, enn eru nokkur hundruð stikur í jörðinni sem
þarf að fjarlægja.

Vélhjólakúbbur Skagafjarðar vill hér einnig nota tækifærið til
að þakka starfsmönnum sínum og keppendum fyrir
sumarið.

Skildu eftir svar