Innrásin hafin!

Restin af Íslenska landsliðinu, Valdi og Einar héldu af stað til Englands í morgun ásamt fylgdarliði til þess að taka þátt í Motocross of Nations keppninni. Þriðji liðsmaðurinn, Aron er búinn að vera úti í viku við stífar æfingar en hann mun hitta hina strákana á Donington Park seinna í dag. Haukur liðstjóri er farinn út og er að safna saman hjólum og búnaði fyrir liðið. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun, nema smá vesen var að ná hjólum Valda og Einars út úr tolli, en það á að vera búið að redda því. Landsliðið ætlar að búa í húsbílum á svæðinu og nokkur fjöldi Íslendinda ætlar að fylgja strákunum út og styðja við bakið á þeim. Þar á meðal fréttaritari motocross.is sem ætlar að reyna að vera með daglegar fréttir og myndir frá Donington Park.

Skildu eftir svar