Enduró á Sauðárkróki

Síðasti skráningardagur er í dag fyrir endurókeppnina sem fer fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skráning fer fram á heimasíðu msí, www.msisport.is. Keppnin verður haldin af vélhjólaklúbbi Skagafjarðar á skíðasvæðinu við Tindastól. Þarna verður mjög erfið og skemmtileg enduro braut sem fær menn til að bölva, gráta, svitna, hlægja og öskra. Þar sem þetta er á skíðasvæðinu í Tindastól þá verður brautin mjög áhorfenda væn og sjá áhorfendur um 90% af keppnisleiðinni.
Um kvöldið stendur svo Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Team Morgan fyrir sumarslútti á skemmtistaðnum Mælifelli. Byrjað verður á hlaðborði í Ólafshúsi frá 21-22 og mun maturinn kosta 1.700,- kr. Milli 22-12 verður svo tilboð á barnum og verður Gulldrengurinn Stebbi "Gull" með einhverja brandara ásamt 2-stroke vs. 4-stroke skemmtun frá Hjölla og Ella Morgan bræðrum. Eftir kl. 12 verður svo MX-Enduro ball með VON og kostar miðinn á ballið 1.000,- kr. Team Morgan mun gefa öllum þeim sem lenda í fyrsta sæti, mat og miða á ballið um kvöldið.


Skildu eftir svar