Afrekssjóður ÍBR og Spron

Afrekssjóður ÍBR og Spron
Vík er aðili að ÍBR og því býðst félagsmönnum VÍK að sækja um styrki úr Afrekssjóði ÍBR og Spron.  Eftirfarandi er styrkhæft:
 
·         Þátttaka þjálfara í námskeiðum erlendis.
·         Verkefni íþróttafólks á aldrinum 15-22 ára sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.
Félög eru sérstaklega hvött til að sækja um styrki til nýsköpunar á sviði afreksíþrótta.


Umsókn þarf að fylgja eftirfarandi:
Lýsing á verkefni
Afrekaskrá
Fjárhagsáætlun
Markmiðasetning
Umsóknum skal skila til:  ÍBR, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða á kjartan@ibr.is
 
Umsóknarfrestur vegna úthlutunar í október rennur út 15. september næstkomandi en reglugerð sjóðsins er að finna á www.ibr.is
Undanfarin ár hafa bæði félagið og einstaklingar notið styrkja úr sjóðnum og því um að gera að setjast nú niður og semja umsókn til sjóðsins.

Skildu eftir svar