Vefmyndavél

Afrekssjóður ÍBR og Spron

Afrekssjóður ÍBR og Spron
Vík er aðili að ÍBR og því býðst félagsmönnum VÍK að sækja um styrki úr Afrekssjóði ÍBR og Spron.  Eftirfarandi er styrkhæft:
 
·         Þátttaka þjálfara í námskeiðum erlendis.
·         Verkefni íþróttafólks á aldrinum 15-22 ára sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.
Félög eru sérstaklega hvött til að sækja um styrki til nýsköpunar á sviði afreksíþrótta.


Umsókn þarf að fylgja eftirfarandi:
Lýsing á verkefni
Afrekaskrá
Fjárhagsáætlun
Markmiðasetning
Umsóknum skal skila til:  ÍBR, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða á kjartan@ibr.is
 
Umsóknarfrestur vegna úthlutunar í október rennur út 15. september næstkomandi en reglugerð sjóðsins er að finna á www.ibr.is
Undanfarin ár hafa bæði félagið og einstaklingar notið styrkja úr sjóðnum og því um að gera að setjast nú niður og semja umsókn til sjóðsins.

Leave a Reply