Áfram Ísland!

Íslenska motocross landsliðið kom sér fyrir við Donington Park brautina í gær til þess að undirbúa sig fyrir Motocross of Nations keppnina sem fram fer um helgina. Aðstæður á svæðinu eru með best móti og var sól og blíða og um 20 stiga hiti á svæðinu í gær. Að vísu liggur þoka yfir svæðinu núna, en hún á að fara þegar líður á daginn. Klukkan 10 hefjast æfingar og  eftir  hádegið byrja svo tímatökur. Vonandi gengur strákunum okkar vel og það væri frábær árangur ef þeir kæmust í A-flokk, en það verður að vísu að teljast ólíklegt þar sem þeir eru að etja kappi við þá bestu í heiminum. En við segjum að sjálfsögðu, áfram Ísland!


Skildu eftir svar