Vefmyndavél

Vinnukvöld í Bolaöldu á fimmtudaginn kl. 18

MX- brautin verður opin í kvöld og annað kvöld en á fimmtudaginn er stefnt á að vera með alls herjar vinnukvöld frá kl. 18 til að gera brautina og svæðið klárt fyrir keppni. Brautin hefur verið möluð og löguð mikið undanfarið og í dag var keyrt nýtt efni á nokkra staði í brautinni. Þá er nýbúið að steypa startkafla fyrir 40 hjól og unnið er að smíði og uppsetningu nýrra starthliða sem eiga eftir að koma mjög vel út.
Þannig að! – það eru allir þessir sömu gömlu á fullu og nú vantar ykkar hjálp til að klára pakkann sem best fyrir helgina


Á fimmtudaginn verður unnið í brautinni með jarðýtu og þar þarf hjálp við grjóttýnslu, merkingar ofl. Það þarf að gera húsið klárt fyrir sjoppuna og almennt að taka til á svæðinu. Öll hjálp er vel þegin!

Flaggarar óskast – enn og aftur reynist mjög erfitt að manna þessi verkefni. Í dag hefur enginn boðist til að aðstoða við flöggun. Við höfum greitt fyrir hjálpina með 6 miðum fyrir daginn og mat en án flaggara verður keppnin ekki haldin. Það verður sett upp rótering á flöggurunum þannig að enginn ætti að vera lengi á sama stað og til að tryggja að menn fá pásur reglulega. Þeir sem eru til í að hjálpa til geta sent póst á vik@motocross.is og boðið fram aðstoð. Kv. stjórn VÍK og brautarnefnd

Leave a Reply