Vefmyndavél

MX keppnin á laugardag????

Veðurspáinn fyrir föstudaginn 29. ágúst og laugardaginn 30. ágúst er slæm fyrir Reykjavíkursvæðið og hefur keppnisstjórn VÍK fyrir 5. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fara á fram í Bolöldu laugardaginn 30. ágúst ákveðið að hugsanlega verði keppninni frestað til sunnudagsins 31. ágúst. Keppendur eru beðnir að fylgjast með tilkynningu sem birt verður á morgun, föstudag um kl: 15:00 þar sem endanleg ákvörðun verður tilkynnt. Ef veðurspá og veður gerir það að verkum að fresta þurfi keppninni til sunnudagsins mun að sjálfsögðu verða keyrt eftir sömu dagskrá og venjulega.
Kveðja, Keppnisstjórn VÍK.

Leave a Reply