MX brautin í Bolaöldu lokuð í dag

Stóra brautin í Bolaöldu verður lokuð í dag fimmtudag frá kl. 13 en þá kemur beltagrafa til að mala nokkra kafla í brautinni og betrumbæta efnið. Næstu daga verður síðan keyrt nýtt efni í nokkra staði í brautinni til hafa hana sem besta fyrir keppnina um þar næstu helgi. Stefnt er á að opna brautina aftur á morgun föstudag kl. 16.
Athugið líka að skráning í keppnina 30. ágúst er byrjuð á www.msisport.is og um að gera að skrá sig sem fyrst til að komast hjá vandræðum á mánudaginn. Kveðja stjórn og brautarnefnd.

Skildu eftir svar