Fyrsta haustlægðin

Keppendur og aðrir bíða spenntir eftir því hvort lokaumferðin verður á laugardag eða sunnudag. Nú þegar klukkustund er í ákvörðun keppnisstjórnar um keppnisdag lítur út fyrir áframhaldandi rigningu á morgun en bongóblíðu á sunnudag (www.vedur.is).
Nokkuð víst er að brautin verði blaut og að 100
kúplinssett verða seld í umboðum landsins á mánudaginn en hátt í 100
keppendur eru einmitt skráðir til leik.
Motocrosskeppnir eiga það til að draga að sér lægðir og rigningaský en ljóst er að allir keppendur sitja við sama borð og ekkert verður gefið eftir. Keppnin er hörð og góð barátta í
mörgum flokkum þannig að áhorfendur eru hvattir til að mæta hvort sem þörf er á regnkápu eða ekki.


Skildu eftir svar