Ástandið í Bolaöldu

Ég kíkti í Bolaöldu um 6 leytið í kvöld og ástandið var nokkuð gott miðað við úrhellið fyrr í dag. Nokkur blaut svæði voru í brautinni en önnur svæði litu vel út. Startgrindurnar eru komnar upp en smáfrágangur var þar eftir. Aðstaðan er í toppmálum og stjórnarmeðlimir og fleiri unnu hörðum höndum við að koma öllu í toppstand fyrir keppnina.
HÁ.

Skildu eftir svar