Vel heppnuð keppni

Á laugardaginn var fór fram í fyrsta sinn á Íslandi Kawasaki bikarmót í motocross og voru um 35 keppendur mættir til leiks á akstursvæði VÍK í Bolaöldu. Keppnin heppnaðist frábærlega, brautin var æðisleg, keppendur hressir og ekki skemmdi frábært veður fyrir.
Í stóra flokknum var svaka reis á milli þeirra Ásgeirs #277, Arnars Inga #616 og Helga #213 öll mótóin, Árni lögga #100 var svo rétt á hælum þeirra allan tímann. 
Nítró vill þakka öllum sem tóku þátt í keppninni sem og áhorfendum fyrir frábæran dag.

Úrslit:

MX2
1. Ásgeir Elíasson #277
2. Arnar Ingi Guðbjartsson #616
3. Helgi Már Hrafnkelsson #213

MX1
1. Daði Erlingsson
2. Guðmundur Óli Gunnarsson
3. Arnór Hauksson

MX-stelpur
1. Signý Stefánsdóttir
2. Aníta Hauksdóttir
3. Hekla Daðadóttir

MX-85 stelpur
1. Guðfinna Pétursdóttir
2. Ásdís Kjartansdóttir

MX-85 strákar
1. Gylfi Þór Héðinsson

2. Skúli Freyr Ólafsson

Nýliðaverðlaun fengu Jón Ernst Ágústsson, Bjarki Freyr Rúnarsson og Hlynur Sandholt.
Sérstaka 40+ viðurkenningu fékk svo Hrafnkell formaður Sigtryggsson.

Einnig vill Nítró sérstaklega þakka ungu strákunum á 65cc hjólum en þeir fengu að spreyta sig í stóru brautinni á laugardaginn, þeir eru svo sannarlega flottir á því.

Hægt er að sjá myndir hér.

{mosimage}

Skildu eftir svar