Vefmyndavél

Þorlákshöfn opnuð á ný

Motocross brautin í Þorlákshöfn er loksins ökufær á ný og er þar með opin fyrir almenning, brautinni hefur verið breytt mikið og eru komnir 8 nýir pallar í hana og ein hraða hindrun, einnig er búið að breyta afstöðu á beygjum og breikka brautina á nokkrum stöðum.
Enn á eftir að setja niður stikurnar meðfram brautinni en það sést alveg hvar má hjóla þannig að vinsamlegast haldið ykkur þar.
Brautin verður svo notuð í unglingalandsmótinu sem verður um verslunarmannahelgina þannig að eitthvað verður hún lokuð þá, það verður auglýst betur seinna.
En bara endilega koma og prófa brautin er í topp standi núna, bara að muna að borga í Skálanum áður en farið er út í braut að hjóla.

Stjórn Vélhjóladeildar Þórs Þorlákshöfn

Leave a Reply