Vefmyndavél

Horn í horn – Einn, á 16 tímum

Einar Sverrisson, stjórnarmaður í VÍK, gerir hlutina á sinn hátt og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Um síðustu helgi lagði hann í magnaða ferð landshorna á milli, í orðsins fyllstu merkingu. Ætlunin var að keyra, einn síns liðs, á sínu TM Racing Enduro hjóli, án stopps, og á sem stystum tíma – frá Reykjanesvita yfir til vitans á Fonti, á Langanesi, með viðkomu í Nýjadal, Öskju og Grímsstöðum á Fjöllum. Meginmarkmið ferðarinnar var samt að ná alla leið..!
Og hvernig tókst til? – hann sendi vefnum þessa samantekt.

Til áhugasamra!
Lagði af stað frá Reykjanesvita kl. 00:50 aðfararnótt s.l. laugardags.
Ferðin gekk nánast eins ég hafði gert ráð fyrir í skipulagningunni.
Árnar voru viðráðanlegar, TM Racing hjólið sló ekki feilpúst og virkaði einstaklega vel við þessar blönduðu aðstæður. Bensínið dugði betur en ég haði áætlað, veðrið var einstaklega gott (nema á fyrsta leggnum – mikið rok..) og SPOT tækið virkaði vel.
Ferðin var öll hin skemmtilegasta … og sumir kaflarnir flokkast hreinlega sem „mega-fjör“.
Ég var mestan partinn heldur á undan áætlun, en tafðist nokkuð eftir að ég lagði upp frá Grímsstöðum.
Ég kom svo að vitanum á Fonti, Langanesi, kl. 16:45, 16 klst. eftir brottför.

Enn og aftur fá eftirfarandi bestu þakkir:
Jón hjá JHM Sport, sem styrkti ferðina með góðum kjörum á ýmsum varahlutum og ekki síst hinum frábæru Pirelli M21 Rally Cross dekkjum, sem eru hrein snilld í svona blandaðan akstur.
Maurice og björgunarsveitin, fyrir lán á Tetra stöð.
Ásgeir hjá AMG Aukraf, fyrir lán á SPOT staðsetningatæki, sem sendi allan tíman sjálfvirkar upplýsingar um staðsetningu mína.
Landflutningar, fyrir góða fyrirgreiðslu.
Jónas bróðir, sem aðstoðaði við eldsneytisdreifingu á hálendinu.
Svavar Kvaran, sem kom mér og hjólinu út að Reykjanesvita og veitti andlegan stuðning.
Jonni og félagar í hjálparsveitinni á Þórshöfn, sem hjálpuðu til með geymslu á hjóli og upplýsingagjöf um staðhætti.
..og síðast og alls ekki síst, hún Dóa, fyrir að láta verða að því að sækja mig á Þórshöfn, en ekki síst fyrir að taka öllu „bullinu“ með stóískri ró..! 😉

Með kveðju, / with regards,
Einar Sverrisson
PS. Myndir úr ferðinni má sjá hér: http://www.flickr.com/photos/the_eis/sets/72157606312614603/ .
Vídeóið verður gefið út síðar.. 😉

Leave a Reply