Vefmyndavél

Frábær krakkadagur

smellið á myndina fyrir stærri myndJæja þá er krakkadagurinn afstaðinn. Má segja að þessi frumraun okkar í VÍR hafi í alla staði tekist vel.
Á þriðja tug krakka tóku þátt í þessum degi með okkur og voru þau hreint út sagt frábær. Öll svo kurteis, dugleg, ljúf og yndisleg og eftirvæntingin skein úr hverju andliti. Var alveg ótrúlegt að fylgjast með þeim keyra stóru brautina og fóru þau létt með. Er óhætt að segja að þessir fyrirmyndarkrakkar séu stolt okkar allra.
Foreldrar létu sitt ekki eftir liggja og röðuðu sér á pallana til að allt færi vel fram og voru boðnir og búnir að rétta fram hjálparhendur. Í lokin fengu svo allir grillaðar pylsur, gos og að sjálfsögðu fengu allir líka þáttökuverðlaun.
Við viljum þakka ykkur öllum fyrir jafnt þáttakendum sem og öðrum sem komu að þessu því  án ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt.
 
Kveðja
Púkanefnd VÍR

Leave a Reply