Flestir hálendisvegir opnir

Vegagerðin gaf út nýtt kort af opnum hálendisvegum á fimmtudaginn síðastliðinn sem endra nær. Ávalt skal gefa sínum nánusta ferðaáætlun, og kvitta í gestabækur þegar farið er á fáfarnar slóðir. Símafyrirtækin hafa verið að byggja upp langdræg GSM kerfi á hálendinu, og getur því verið samband á hinu ýmsu stöðum, þó ekki sé alveg hægt að treysta skema myndum um útbreiðslu kerfanna.
Flestar algengustu leiðirnar eru nú opnar, og um að gera að nýta blíðu helgarinnar í ferðalög, en hér má sjá kort vegagerðarinnar.

Skildu eftir svar