Eldur og vatn í Bolaöldum

Á sama tíma og vaskir sjálfboðaliðar unnu við uppsetningu vökvunarkerfisins, var tilkynnt um eld í Bruggaradal.
Það var fyrir árvekni Hjartar Líklegs að eldurinn uppgvötaðist, Hjörtur kom auga á reykinn þegar hann var á ferð um þjóðveginn.
Slökkviliðið var sett í viðbragðstöðu á meðan Gunni málari og Einar Sig könnuðu málið.  Eldurinn reyndist óverulegur, og dönsuðu þeir félagar stríðsdansinn á um þriggja fermetra svæði.
Af gefinni ástæðu er því vert að minna fólk á að fara varlega með eldfæri, vindlinga og heit púst í þessari þurka tíð!
Vert er að minnast eldsins á Miðdalsheiði í fyrra þar sem 8,9 ha mosagróins lands urðu eldinum að bráð: sjá frétt hér
Og er því óhætt að segja að við höfum sloppið fyrir horn í þetta sinn!

Ef einhver kannast við að hafa verið með vindling á þessu svæði, eða hreinlega lagt hjólið á hliðina með heitt pústið í gærkvöldi, þá væri það mikils virði ef sá hinn sami gæti látið vita á vik@motocross.is án frekari afleiðinga eða spurninga, því þá fyrst getum við fullvissað okkur um að ekki hafi kviknað út frá neista úr hjóli!)


Skildu eftir svar