Tilkynning frá Nítró

Skráning er hafin í Kawasaki bikarkeppnina sem haldin verður í Bolöldu 19. júlí næstkomandi. Keppnin er fyrir öll Kawasaki krosshjól og er leyfilegt að fá lánað hjól hjá vinum eða vandamönnum. Allir keppendur fá sérstaka MX-galla, merkta með nafni og keppnisnúmeri. ATH! Síðasti skráningardagur er 5. júlí og verður fólk einnig að vera meðlimir í klúbbi.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

85cc strákar
85cc stelpur
Opinn flokkur kvenna
125cc 2t – 250F
250cc 2t – 450F

Keppnisgjald er 25.000 í 85cc flokkunum og 32.000 í öðrum flokkum. Innifalið í keppnisgjaldi er eftirfarandi:

  • Dekk undir hjólið
  • Buxur
  • Treyja merkt með nafni og keppnisnúmeri
  • Gleraugu
  • Bolur
  • Maxima olía á hjólið
  • Maxima spray o.fl.
  • Orkudrykkur
  • Létt grillveisla eftir keppni

 

Til að skrá þig í keppnina og borga keppnisgjaldið með VISA smelltu þá hér fyrir stóru flokkana og hér fyrir 85cc flokkinn. Ef þú vilt greiða keppnisgjaldið á einhvern annan hátt hafðu þá samband við Teddu á e-mailið tedda@nitro.is Þetta netfang er varið gegn sjálfvirkum spam forritum, þú verður að leyfa Javascript í vafranum þínum til að sjá það. eða í síma 440-1224

ATH! Keppnisgjald verður að greiða um leið fólk skráir sig.

Skildu eftir svar