Vefmyndavél

Tilkynning frá MotoMos

Ágætu hjólamenn,
Við hjá MotoMos viljum taka það skýrt fram að það er stranglega bannað að hjóla í brautarstæðinu okkar og námunum þar í kring, ef einhver verður staðinn að því mun hann verða útilokaður frá brautinni um óákveðin tíma.
Vinsamlegast virðið þetta, því einn hjólamaður á röngum stað getur eyðilagt alla okkar brautardrauma.
Einungis örfáir aðilar úr brautarnefndinni hafa verið fengnir til þess að prufa kafla brautarinnar með það í huga að fullgera hönnun hennar.
Einnig langar okkur að nota þetta tækifæri og þakka þeim fjölmörgu sem hafa hjálpað okkur við brautarsmíðina fram að þessu.
 
Stjórn MotoMos.

Leave a Reply