Vefmyndavél

Stórframkvæmdir í Þorlákshöfn

Motocrossbrautin í Þorlákshöfn er lokuð, og verður lokuð um óákveðinn tíma vegna stórframkvæmda.
Það á að fleyga helling af klöppum, byggja upp nokkra palla og fullgera brautina fyrir unglingalandsmótið. Við látum vita hvenær brautin opnar aftur en reiknum ekki með að það verði fyrr en seinnipartinn í Júlí. Einnig viljum við minna á að við erum með vinnukvöld öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld og fá menn sjö brautarmiða fyrir hvert kvöld,  Ef einhver getur komið á fimm vinnukvöld getur sá hinn sami lagt miðana sína undir og fengið árskort hjá okkur í staðinn.

Kveðja Stjórn VÞÞ

Leave a Reply