Vefmyndavél

Spennan að ná hámarki

Nú er spennan fyrir motocross tímabilið að ná algjöru hámarki. Margir keppendur eru búnir að æfa grimmt í vetur og á morgun kemur í ljós hvort menn standist álagið. Hver er búinn að auka hraðann mest? Hver er búinn að læra mest? Hver hampar titlinum?
Ekki eru þó allir að stefna á toppsætið því líklega eru margir einnig spenntir fyrir að taka þátt í sinni fyrstu keppni. Sá viðburður að vera á startlínunni í fyrsta skipti með 20 öskrandi hjól við hliðina á sér flokkast sem einn af stóru viðburðum í lífi hvers motocross-manns. Yfir 130 manns eru skráðir í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fer fram í Sólbrekkubraut á morgun, laugardag. Keppnin byrjar klukkan 12.15 og keppt er í 8 flokkum. (sjá dagskrá hér). Motocross.is vill hvetja alla landsmenn sem hafa gaman af íþróttum, spennu, taugastríði annarra, hraða, látum, útivist, stympingum, hávaða, bensínlykt, framúrakstri, stökkum, þvottabrettum, gleði eða sorg að mæta á svæðið og taka þátt í dýrðinni með okkur. Lengi lifi motocross.

Til að halda okkur nú samt á jörðinni ætlum við að rifja um nokkrar myndir frá eftirstríðsárunum þegar fyrsta motocrosskeppnin fór fram á Íslandi og sögumaðurinn er sigurvegarinn, Einar Sverrisson. (smellið hér)

Leave a Reply