Skráning í motocrosskeppni á laugardaginn

Skráning í 85cc flokk, kvennaflokk og fjórhjólaflokk fyrir Jónsmessukeppnina
sem fer fram í Bolöldu á laugardaginn 21. júní fer fram í gegnum tölvupóst.
Til að skrá keppanda þarf að senda tölvupóst á sissi@flataskoli.is   Sendið fullt nafn og tilkynnið flokk sem keppa á í.

Þeir keppendur sem hafa keppnisnúmer skulu tilkynna það. Tímatökubúnaður MSÍ verður notaður í keppninni og hægt verður að leigja senda, þeir sem þurfa á leigusendir að halda vinsamlega taki það fram í skráningu.
Keppnisgjald er 3.000,- og greiðist á staðnum. Mæting er fyrir kl. 12:00
 
12:00 Mæting MX keppendur. Skoðun.
13:00 Æfing 85cc flokkur. 15 mín.
13:20 Æfing kvennaflokkur. 15 mín.
13:40 Æfing fjórhjól 15 mín.
14:00 Moto 1 / 85cc 15 mín.
14:20 Moto 1 / Kvenna 15 mín.
14:40 Moto 1 / fjórhjól 15 mín.
15:00 Moto 2 / 85cc 15 mín.
15:20 Moto 2 / Kvenna 15 mín.
15:40 Moto 2 / fjórhjól 15 mín.
16:00 Keppni lokið 
16:30 Verðlaun 

Skildu eftir svar