Vefmyndavél

Púkarnir fá líka að vera með á laugardaginn

Á laugardaginn kl. 11 er öllum púkum á 50-85 cc hjólum sem ekki hafa náð 12 ára aldri boðið að keyra stóru brautina í Bolaöldu.
Ekki verður um keppni að ræða heldur er þetta eins konar sýningarakstur allra framtíðarökumanna í sportinu. Hópnum verður skipt í stærri og minni flokk og báðir flokkar keyra í 2 x 15 mínútur.


Allir þátttakendur fá drykk og súkkulaði í lok sýningarakstursins og viðurkenningarpening fyrir þátttökuna í boði Honda-Bernhard.
Áhugasamir þurfa að mæta tilbúnir í aksturinn í síðasta lagi kl. 10.45. Um daginn verður svo frítt í byrjendabrautirnar á svæðinu. Foreldrar eru hvattir til að hjálpa til við sýninguna og manna pallana og gæta fyllsta öryggis með okkur. Allt annað hjólafólk er hvatt til að sjá ökumenn framtíðarinnar hjóla og hvetja þá til dáða.

Leave a Reply