Púkahittingur í Bolöldu

Næsta laugardag milli 11 og 14 verður unglingabrautin í Bolöldu bara opin fyrir  minnstu hjólin. Fyrir 50 og 65cc púka sem ekki fara norður á MX keppnina er þetta kjörið tækifæri að hittast. Fjörið hefst klukkan 11:00. Við skiptum þessu í tvo flokka og keyrum 50cc hjólin í 20 mínútur og 65cc hjólin í 20 mínútur.
FORELDRAR ENDILEGA MÆTUM, DREIFUM OKKUR VEL ‘A BRAUTINA OG SJÁUM TIL AÐ ALLT FARI VEL FRAM.
Brautin verður í góðu standi og veðurspáin er fín. Mætum með góða skapið og öryggið á oddinum, eða þannig. Munið að miðar fást á Kaffistofuni og kostar aðeins 500 kall. Vonumst til að sjá sem flesta. 🙂

Skildu eftir svar