Fréttir beint frá Midnight enduro

Veðrið leikur við keppendur og áhorfendur hér í Bolöldu þar sem Midnight Enduro fer fram. Ræst var á slaginu 18:00 og voru á bilinu 60-70 manns sem störtuðu á sama tíma. Ekkert hefur verið um meiðsl og gengur keppnin eins og í sögu. Þessa stundina leiða þeir Einar Sverrir Sigurðarson, Gunnar Sigurðsson og Gunnlaugur Karlsson keppnina, í öðru sæti eru þeir Ágúst Már Viggóson og Björvin Sveinn Stefánsson og í þriðja sæti eru þeir Sölvi Sveinsson og Sveinn Jóhannesson.

Skildu eftir svar