Frábært í gær og nótt

30 ára afmælishátíð VÍK lauk á verðlaunaafhendingu um klukkan 1 í nótt eftir stórskemmtilega keppni. Um 200 manns tóku þátt í miðnæturþolaksturskeppninni sem var 6 tíma liðakeppni sem lauk á miðnætti.
Frábært veður lék við keppendur og skemmtileg stemmning var á svæðinu þar sem hundruðir manna komu saman. Fyrr um daginn var einnig keppt í fjórhjólacrossi, unglingacrossi og kvennacrossi þannig að allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Sigurvegarar dagsins voru þeir Einar Sig, Gunnar Sig og Gunnlaugur Karlsson en í öðru sæti voru Ágúst Már Viggósson og Björgvin Stefánsson. Járnkarlinn Árni Gunnar Gunnarsson sigraði í einstaklingskeppninni eftir harða keppni við Pétur Smárason.
Þolaksturskeppnin var sú 7. í röðinni en fyrstu sex árin var keppnin haldin á Kirkjubæjarklaustri.

Nánari upplýsingar hér fljótlega
Myndir eru komnar á vefalbúmið okkar.


Skildu eftir svar