Álfsnesbrautin lokar

Brautin á Álfsnesi verður lokuð frá og með miðvikudegi kl. 18:00 og fram að keppni á laugardaginn. Vinnukvöld verður haldið á miðviku- og fimmtudagskvöld og eru allir hvattir til þess að mæta og leggja hönd á plóginn. Brautin er mjög þurr þessa dagana og leitað er eftir lausn á því máli.
Ef einhver veit um haugsugu, eða annað vökvunartæki sem hægt er að fá lánað eða leigt, þá vinsamlega hafið samband við Reyni í síma 898 8419.

Skildu eftir svar