Vefmyndavél

Vinnukvöld í Þorlákshöfn

Við í vélhjóladeild Þórs í Þorlákshöfn ætlum að hafa vinnukvöld á þriðjudögum og fimmtudögum eitthvað fram eftir sumri, það eru mörg verk sem   þarf að vinna fyrir unglingalandsmótið sem er um verslunarmannahelgina.
Það eru allir velkomnir að hjálpa til og eru borgaðir 7 miðar í brautina á mann fyrir hvert kvöld, einnig er hægt að leggja miðana undir og mæta á fimm vinnukvöld og fá þá árskort í brautina í staðinn.
Við reiknum með að byrja næstkomandi fimmtudag 29. maí.
Þeir sem sjá sér fært að koma endilega hafa með sér góða vettlinga og einnig væri gott að koma með dúkahnífa.

Stjórn VÞÞ

Leave a Reply