Valdi sigurvegari dagsins

Valdimar Þórðarson vann sigur í A-flokki í endurókeppninni sem fór fram í Bolaöldu í dag. Einar Sigurðarson varð í öðru sæti með jafn mörg stig og Valdimar, en sá síðarnefndi vann seinni umferðina og er því sigurvegari dagsins. Aron Ómarsson var svo í þriðja sæti. Í B-flokki var líka hörku keppni, en þar sigraði Ingvar Birkir Einarsson, annar var Kjartan Gunnarsson og þriðji Hákon Andrason. Staðfest úrslit verða svo birt hérna fljótlega og myndir eru komnar inn á www.motocross.vefalbum.is.

Skildu eftir svar