Endúrókeppni í dag

Nú er um að gera að drífa sig uppí Bolöldu og horfa á fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Enduro. Vel yfir 200 keppendur eru í 2 flokkum og keppt verður í allan dag. Allir bestu ökumenn landsins eru skráðir til keppni og líklega einn eða tveir nýliðar. Áhorfndur eru velkomnir og góð aðstaða er til að horfa á keppnina í Bolöldu. Aðgangseyrir er að svæðinu og er honum stillt í hóf.

Til að komast að Bolöldu er keyrt austur þjóðveg 1 og beygt til hægri á móts við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni.

Skildu eftir svar