150 keppendur í Meistaradeild

1. & 2. umferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolöldu laugardaginn 17. maí.
Keppnisbrautin sem ekin verður er tvískipt fyrir Meistaraflokk (erfið) og Baldursdeild (ekki eins erfið). Motocross brautin verður notuð nánast öll ásamt nýjum slóða sem lagður hefur verið við MX brautina. Mæting keppanda er kl: 9:00 en keppnin hefst með 1. umferð í Baldursdeild kl: 10:10 aðrar tímasetningar er að finna í dagskrá keppninnar.
Öflugt eftirlit "Race Police" mun fylgjast með keppnisbrautinni og keppendum. Tæplega 150 keppendur eru skráðir til leiks í Meistaradeild, Tvímenning og Baldursdeild. Selt er inná svæðið og góð áhorfanda aðstaða er við MX brautina einnig mun verða boðið uppá veitingasölu í félagsheimilinu.
kv.
stjórn VÍK

icon dagskra_enduro_2008.pdf

Skildu eftir svar