Vinnudagur í Bolaöldu 1. maí

Á morgun 1.maí verður vinnumorgun á svæðinu okkar í  Bolaöldum.  Í framhaldinu mun Bolaöldubrautin opna kl.14:00!
Það sem liggur fyrir er almenn tiltekt á svæðinu eftir veturinn og vinna í brautinni, sem kemur alveg ótrúlega vel undan vetri! 
Þau sem mæta fyrir kl. 11:00 fá svo að hjóla frítt í brautum með fullan forgang, enda fátt skemmtilegra en að nota dótið eftir gott hálfdagsverk!
Enduroslóðarnir eru því miður enn of blautir til þess að hægt sé opna þá og er viðmiðunarkortið enn í fullu gildi (sjá eldri fréttir)
 
Virkjum félagsandann og sýnum samstöðu í verki!
….Sjáumst í Bolaöldum 🙂

Skildu eftir svar