Varist drulluna..!

Fólk er hvatt til þess að aka alls ekki á svæðum þar sem enn er bleyta. 
Snjórinn bráðnar nú hröðum skrefum en það þýðir auðvitað að allt í námunda við hann getur verið á floti í vatni.  Miklar skemmdir verða á vegum og slóðum ef ekið er á þeim rennandi blautum.    Þá má benda fólki á það að fátt fer eins illa með legur og aðra slitfleti hjóla, eins og að aka í drullu.
Höldum aftur af okkur á meðan þetta ástand varir og ökum frekar á þeim brautum sem eru opnar.  
Álfsnesið er t.d. í óvenju góðu standi um þessar mundir.



Skildu eftir svar