Vefmyndavél

Undirritun samnings um framtíðar íþróttasvæði MotoMos

Nú í morgun urðu þau tímamót í starfi MotoMos að undirritaður var samningur um framtíðarsvæðiundir braut og íþróttasvæði félagsins.

http://www.internet.is/mx/mxmyndir/un-2.jpg
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Guðni Friðgeirsson undirrita samninginn

Samningurinn er til fimm ára og með framlengingarákvæði til fimm ára í senn eftir það.
Um er að ræða mikil vatnaskil í starf félagsins og þakkar stjórn MotoMos bæjarstjórn Mosfellsbæjar og öðrum sem komu að málinu fyrir þann skilning og velvilja sem viðhöfum fengið að njóta. Stjórn MotoMos horfir til áframhaldandi samstarfs við Mosfellsbæ með tilhlökkun og telur að verkefnið sé spennandi bæði fyrir bæ og félag.

Ljóst er að með þessu er Mosfellsbær að staðsetja sig enn betur í fremstu röð bæjarfélaga hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar af öllum toga.

http://www.internet.is/mx/mxmyndir/ess.jpg
Einar S. íslandsmeistari og bæjarstjórinn handsala áfangan.

Nú er unnið að hönnun og hefur brautarnefndin unnið frammúrskarandi starf, grófhönnun lokið og unnið að lokaútfærslu. Ljóst er að lega og útlit brautarinnar mun verða eins og best gerist á landinu um þessar mundir, enda ekki um neinar smá kanónur að ræða við teikniborðið. Raðast þar upp okkar fremstu hjólamenn af yngri kynslóðinni ásamt mönnum sem hafa forframast í útlöndum keppt á MXON og norðurlandamóti fyrir Íslands hönd, enda eru tveir af þremur landsliðsmönnum okkar Mosfellingar.

Einnig er vinna við fjármögnun og útfærslu framkvæmdar í fullum gangi og standa allar vonir til að brautin opni í sumar.

Leave a Reply