Þykkvabæjarfjaran er Lokuð

Ágæta hjólafólk

Í samráði við sveitarstjóra Rangárþings ytra, viljum við óska eftir því við hjólafólk að ekki verði hjólað í Þykkvabæjarfjöru meðan bændur og landeigendur ræða málið og taka ákvörðun um framhaldið.
Ekki er gott að segja hvar helst ætti að hjóla um þessar mundir, enda erfitt tímabil fyrir hjólafólk þegar frost er að fara úr jörðu. …



Einhverjar brautir í nágrenni Reykjavíkur (t.d. Sólbrekka, Þorlákshöfn) eru að komast í nothæft ástand og óskum við eftir að hjólafólk snúi sér frekar þangað, eða á önnur þau svæði þar sem aðstæður eru í lagi og skýrt leyfi landeigenda liggur fyrir.  
Árangur næst ekki í útvegun svæða fyrir hjólafólk nema sátt sé um málið.  Við leggjum þess vegna áherslu á að farið sé eftir þessum tilmælum um að  hjóla ekki í Þykkvabæjarfjöru á næstunni.

Hrafnkell Sigtryggsson, Formaður VÍK
Ólafur H. Guðgeirsson, Umhverfisnefnd MSÍ


Skildu eftir svar