Vefmyndavél

Þáatíð – nú reynir á þig!

Það er ekki útlit fyrir að Enduró- eða fjórhjóla fólk geti verið mikið á ferðinni á SV-horninu um helgina.  
Veðurspáin gerir ráð fyrir þíðu og efsta lag allra slóða og vega verður ein fljótandi eðja.

Stöndum vörð um að leiðirnar eyðileggist ekki með óskynsamlegum akstri.   Búum ekki til  "aulaskurði" sem almennt telst til stórskemmda á hvaða vegi eða slóða sem er. 
"Aulaskurðurinn" frýs svo aftur og á endanum þornar hann og verður öllum til mikils ama, og jafnvel stórhættu, langt fram eftir sumri.   Stöndum klár á þessu !!

Einhverjar brautir í nágrenni höfuðborgarinnar eru opnar – notum þær frekar.
Þessar eru opnar: Álfsnes, Sólbrekka, Þorlákshöfn og barnabrautin í Bolaöldu
Ekki gleyma að kaupa miða!!

Góða helgi!!

Leave a Reply