Vefmyndavél

Motocross kawasaki dagurinn

Eins og fram hefur komið verður haldinn Kawasaki-dagur næstkomandi föstudag, fyrir eigendur Kawasaki hjóla.  Sérstaklega viljum við hvetja kx 65 og kx 85 eigendur til að mæta þar sem Gary frá Ngage skólanum verður á svæðinu og leiðbeinir krökkunum hvernig skuli taka beygjur, stökk o.fl.  Ath. brautin er aðeins opin fyrir Kawasaki hjól.  Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svalandi drykki. Mæting kl. 14:00 á Álfsnesi en grillað verður kl. 18:00. Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Liðsmenn Kawasaki eru sérstaklega beðnir um að koma.   ATH! Námskeiðið er frítt en kaupa þarf miða í brautina.

Leave a Reply