Helgin gekk vel..!

Að því er virðist þá hafa menn farið að mestu eftir tilmælum um að vera ekki á ferðinni á viðkvæmum slóðum og vegum í þáatíð.  Svæðið ofan við höfuðborgina er í misjöfnu standi eins og er, en er óðum að jafna sig.  Enn eru nokkrir staðir á floti í vatni og drullu og best að vera sem minnst á ferðinni.  Vegurinn upp í Jósepsdal er í mjög slæmum gír og er alveg lokaður.
Krakkabrautin í Bolaöldum er opin (ekki stærri hjól en 200cc fjórgengis), en allt annað á því svæði er lokað.  Álfsness-brautin hefur hins vegar komið sterk inn, og um helgina nýttu gríðarlega margir sér frábærar aðstæður þar.

Þó svo að aðstæður batni fljótt þá er nauðsynlegt að hafa varan á sér, því lengi geta einstaka kaflar verið leiðinlegir.  Á slíkum köflum er nausynlegt að menn aki EKKI út fyrir slóðann, heldur hægi á sér og aki frekar rólega yfir pollinn, á miðhryggnum, eða bara snúi við.

Því miður er alltaf einn og einn, sem ekki gerir sér nokkra grein fyrir því hve eyðileggjandi það er fyrir náttúruna og umhverfið, fyrir utan ásýnd sportsins, að keyra bara beint af augum í algjöru tilgangs- og tillitsleysi.  Einn á fjórhjóli og annar á jeppa urðu endilega að stytta sér leið við kröppu beygjuna á Bláfjallaafleggjaranum, og skildu eftir sig miður skemmtileg ummerki.

Skildu eftir svar