Vefmyndavél

Fundur á miðvikudagskvöld

Í lok mars hélt Ásgeir Örn Rúnarsson, til Bandaríkjanna á ráðstefnu National off-highway vehicle conservation council (NOHVCC – www.nohvcc.org ). Ráðstefna þessi er haldin árlega og fjallar að mestu um umhverfis og skipulagsmál tvíhjóla, fjórhjóla, jeppa og í raun allra farartækja sem aka á torleiðum. Ásgeir fór út sem fulltrúi Vélhjólaíþróttafélagsins VÍK, en þetta er í annað skiptið sem VÍK sendir fulltrúa út á þessa ráðstefnu.  Miðvikudaginn 23. apríl ætlar Ásgeir að segja okkur frá því sem á daga hans dreif og hvaða lærdóm megi draga af ferðinni. Fundurinn er haldinn í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi í Laugardalnum og hefst kl. 20.00.

Leave a Reply