Forsíða Moggans

Tillögur Umhverfisnefndar VÍK eru umtalsefni á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

icon Sjá grein hér

Í NÝLEGUM tillögum torfæruhjólamanna
er lagt til að Vegagerðin fjölgi skilgrein-
ingum sínum á fjallvegum um tvær en það
myndi m.a. þýða að á skilgreindum stígum
yrði leyfilegt fyrir mótorhjól að aka eftir
einstigi sem ekki er fært bifreiðum, heldur
einungis mótorhjólum, hestum og göngu-
fólki. Í sumum tilfellum gæti það þýtt að
réttur hjólamanna til að fara eftir gömlum
kindagötum yrði viðurkenndur. Þeir segja
að aðeins í örfáum tilvikum yrði að leggja
nýja slóða, slóðarnir séu þegar fyrir hendi
en vegna réttaróvissu líði löghlýðnum mót-
orhjólamönnum ekki vel að nota þá.
Þessar tillögur koma fram í stöðumats-
skýrslu sem vinnuhópur torfæruhjóla-
manna, Umhverfisstofnunar, Landverndar
og Sambands íslenskra sveitarfélaga vann
og skilaði til umhverfisráðherra. Ekki náð-
ist samstaða um tillögurnar í hópnum, enda
er málefnið mjög umdeilt og því voru tillög-
urnar eingöngu settar fram í nafni mót-
orhjólamanna.
Eins og hestamenn áður
Jakob Þór Guðbjartsson og Gunnar
Bjarnason, hjólamenn sem sátu í vinnu-
hópnum, líkja aðstöðuleysi torfæruhjóla-
manna við stöðu hestamanna á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir 20-30 árum. Þá hafi vantað
reiðstíga og úr því orðið margvíslegur nún-
ingur milli þeirra og ökumanna enda hafi
hestamenn þurft að ríða eftir akvegum.
Þetta hafi nánast hætt eftir að átak var gert
í lagningu reiðstíga. Hið sama muni gerast
fáist stjórnvöld til að setjast niður með
hjólamönnum og skipuleggja slóðanet fyrir
torfæruhjól, utanvegaakstur muni nánast
hverfa. Veita þurfi hjólamönnum aðgang að
grófum, torfærum stígum á láglendi sem
hálendi enda sé hálendið lokað stærstan
hluta ársins. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á
torfæruhjólum undanfarin ár og segja þeir
að nú séu um 7.000 torfæruhjól og fjórhjól í
landinu. Eigendur þessara hjóla aka aðeins
að litlu leyti í almennri umferð en samt sem
áður miðast ökunámið að mestu við akstur í
umferð. Í skýrslunni er lagt til að þessu
verði breytt og fræðsla og upplýsingar um
leyfilega notkun og umgengni við náttúr-
una verði aukin. |11
Slóðanet
fyrir tor-
færuhjól
Vilja auka umhverf-
isfræðslu í ökunámi

Skildu eftir svar