Vefmyndavél

FIM Motocross Grand Prix byrjar

Þá er komið að því.  FIM Motocross GP 2008 byrjar nú um helgina og fyrsta mótið fer fram í sandinum á Fálkavarðavöllum í Hollandi (Valkenswaard).  Gaman verður að fylgjast með því hvernig þeim Steve Ramon (MX1) og hinum brosmilda Antonio Caroli (MX2) gengur að verja titlana frá síðasta ári.
Vonandi fáum við að upplifa skemmtilegt mót meða skemmtilegum tilþrifum, mátulegu "drama" og spennu.

Þeir sem ná útsendingum Motors TV geta fylgst með mótinu og hlustað á fyrrverandi meistarana, Christophe Pourcel og Mickael Pichon fjall um það sem fyrir augu ber.

Góða skemmtun.


Leave a Reply