Bráðnar bráðum?

Frá og með núna og fram eftir vorinu – verða aðstæður þannig, af og á, að yfirborð marlarvega og slóða er afar viðkvæmt.
Eins og alltaf á þessum árstíma, fer frost að fara úr jörðu og snjórinn að bráðna.  Vatnið liggur í yfirborðinu og vegir og slóðar hafa lítinn sem engan burð.
Um allt land þarf fólk því að forðast að vera á ferðinni á reiðhjólum, mótor- og fjórhjólum, jeppum eða hestum þegar yfirborðið er lélegt og viðkvæmt.
Stöndum vörð um að leiðirnar eyðileggist ekki með óskynsamlegum akstri.  Flestir hjólamenn finna það þegar fer að taka í, dekkin fara niður úr efsta lagi vegarins og eftir stendur svokallaður "aulaskurður". Svona "aulaskurður" á það svo til að frjósa aftur og síðar þorna. "Aulaskurðurinn" verður svo til mikils ama og jafnvel stórhættu langt fram eftir sumri.

Málið er afskaplega einfalt!   Kannaðu aðstæður áður en þú ferð af stað.  Ekki keyra ef aðstæður eru tæpar, og þó þú sért kominn í gallan og allt að verða svaka gaman….. haltu í skynsemina …snúðu við og reyndu aftur þegar allt er orðið þurt.

Góða helgi!



Skildu eftir svar