Álfsnes sléttuð í dag – frábær!

Garðar fór yfir brautina í gær og í dag á ýtunni og tjáir okkur að brautin geti ekki verið mikið betri en hún er núna. Drullan og hálkan hefur snarminnkað og brautin orðin rennislétt og líti mjög vel út. Engin spurning að mæta í Álfsnesið í kvöld og taka brautina út. Miðarnir fást á N1 stöðinni í Mosfellsbæ – góða skemmtun.

Skildu eftir svar