Óskað eftir flutningsaðila

VÍK hefur fest kaup á turni fyrir æfingasvæði félagsins í Bolaöldum.  Það var íþróttafélagið Reynir í Sandgerði sem átti turninn, og er hann um 12 fermetrar.
Turninn er ætlaður sem athvarf fyrir tímatökubúnað, keppnisstjórn ofl.  Ekki er turninn þó kominn í Bolaöldur, þar sem félagið er að leita eftir flutningsaðila, til að flytja hann frá Sandgerði og uppí Bolaöldur, turninn er 4,3m á hæð og 4,1m á breidd, og nægir bílkrani til þess að lyfta honum, en flytja þarf turninn fyrir 18.mars.
Best væri auðvitað ef einhver ætti kost á því að flytja turninn fyrir félagið,en góður afsláttur á flutningi er betri en enginn, og eru þeir sem hafa áhuga á því að aðstoða félagið, því beðnir um að hafa samband !  

Kv
Stjórnin

vik@motocross.is

Skildu eftir svar