20 Sérsambönd vilja stofna sjónvarpsstöð

20 sérsambönd innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins hafa boðað til fundar um stofnun nýrrar íþróttasjónvarpsstöðvar. Ástæðan er lítil umfjöllun íslenskra ljósvakamiðla um aðrar íþróttir en bolta- og hestaíþróttir.

Arnþór Sigurðsson, formaður stjórnar Frjálsíþróttasambandsins, segir hugmyndina þá að sýna efni frá innlendum íþróttaviðburðum en sérsamböndin hafi einnig aðgang að erlendu efni sem auðvelt væri að komast yfir.

Það er Frjálsíþróttasambandið sem stendur að baki hugmyndinni um nýja íþróttasjónvarpsstöð og hefur sambandið boðað til fundar á morgun þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið.


Fimm sérsambönd fengu ekki boð um að sækja fundinn; Knattspyrnusambandið, Handknattleikssambandið, Körfuknattleikssambandið, Landssamband Hestamanna og Golfsambandið, enda segir Arnór þessar íþróttagreinar einoka íþróttaumfjöllun fjölmiðla.

Sérsamböndin 20 ætla að hittast á morgun og segir Arnþór málið vera á frumstigi. Ekkert hafi til að mynda enn verið rætt um fjármögnun slíkrar sjónvarpsstöðvar.

—-

Fulltrúi MSÍ mætir á fundinn. Umrædda einotkunina má sjá greinilega, svart á hvítu, í skýrslu Önnu Guðrúnar Steindórsdóttur sem tekur umfjöllun í dagblöðum fyrir.

 icon Smellið hér fyrir skýrslu

Skildu eftir svar