Skráning hafin í Íscross

Nú er búið að opna fyrir skráningu í fyrsta íscross mót vetrarins en það fer fram á Mývatni laugardaginn 12. janúar. Skráningin fer fram á www.msisport.is og er þátttökugjaldið einungis kr 3000. Meðfylgjandi eru keppnisreglur og dagskrá mótanna, en þau verða 3 talsins. Vegleg verðlaun verða fyrir bæði opinn flokk og standard flokk í hverju móti fyrir sig og einnig verða veitt verðlaun fyrir 1,2 og 3 sætið í stigakeppninni að loknum öllum þremur mótunum og verða verðlaun ekki af verri endanum.

  1. sæti – Flug með Icelandair að eigin vali til Evrópu að andvirði kr 30.000.
  2. sæti – Flug með Flugfélaginu að eigin vali innanlands að andvirði kr 20.000
  3. sæti – 10 miða kort í Jarðböðin við Mývatn að andvirði kr. 12.000

Ef fleiri en 5 keppendu skrá sig í kvennaflokk verða sér verðlaun fyrir þær og ef fleiri en 10 skrá sig verður kvennaflokkur keyrður sér.

Þess má geta að nú er 40 cm þykkur ís á Mývatni og frábærar aðstæður til ísaksturs.

Sértilboð verða á Sel Hótel í tengslum við mótin. Allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að móti loknu,

Sjáumst hress á Mývatni um næstu helgi !

 
Keppnisreglur  smellið hér

Dagskrá á keppnisdag smellið hér

Skildu eftir svar