Vefmyndavél

Íscross 12 janúar – úrslit

Mótið á laugardag tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja á meðal keppenda. Úrslit eru komin á vef MSÍ www.msisport.is
 
Ljósmyndari okkar var á staðnum og tók alls 379 myndir sem hægt er að skoða á slóðinni http://picasaweb.google.com/krissi22/Skross120108MVatni
 
Það var gríðargóð þátttaka í kvennaflokki og standardflokki en opni flokkurinn var dapur. Við erum alvarlega að velta fyrir okkur að sleppa honum næst og keyra bara hina tvo. Væri gaman að fá ykkar álit á því.
 
Við notuðum nýjar startgræjur að sænskri fyrirmynd og mæltist það verulega vel fyrir hjá keppendum og örlaði aldrei á þjófstarti.
 
Næsta umferð fer fram laugardaginn 16. febrúar.

Leave a Reply