Ný íslensk þáttaröð


Í sumar sem leið, tóku nokkrir drengir (Einar, Andri, Gummi, Gulli og Danni) uppá því að smíða sér fjarstýrðan bíl. Það er svo ekkert merkilegt við það, nema að þessi bíll var Toyota Corolla !!!………….já full size bíll. Ekki er alveg vitað hvaðan þessi fluga kom í hausinn á þeim, kannski að norðan. Sjónvarpsþátturinn Top Gear, með þá, Jeremy Clarkson, James May (captain slow) og Richard Hammond (the hamster), innanborðs, hefur gert viðlíka tilraun með venjulega bíla og tókst vel upp. Strákarnir toppuðu þá að mínu mati, tekin var tjónuð Corolla, gerð fjarstýrð á einum degi og leikið sér. Þeir tóku allt upp á videó og komu efninu til tæknideildar W&V til úrvinnslu. Nú hefur undirritaður setið sveittur við vinnslu og er allt klárt, eða svona hérumbil, kannski, meibí.


Af miklu var að taka og allt of mikið að gera
eitt videó útúr þessu. Þá hefði þetta verið heil bíómynd………… Það nennir
engi að horfa á þessa vitleysinga svo lengi í einu. Þannig að efninu er skipt
upp í þrennt. 1.þáttur er um standsetningu bílsins og útskýring á því hvað er að
gerast, hverju sinni. 2. þáttur er svo loka frágangur og prufukeyrsla. 3. þáttur
inniheldur svo aksturinn sjálfan………með hinum ýmsu stönt æfingum !!!


Ef vel liggur á klippistjóra Vindlanna mun einnig
fylgja í kjölfarið “directors-cut” af herlegheitunum, í sama túr og gert var við
Rally strákana, Ísak og Danna. Allt efni sem klippt var í burtu, sett saman í
eitt og engum hlíft !!!  múahahhaa


Vonandi hafið þið gaman af þessu. Þættirnir verða
settir á netið með viku millibili


SMELLIÐ HÉR AÐ NEÐAN

 1.þáttur
 
(180MB)

Skildu eftir svar