Motocross 06/07 á DVD

Á næstu dögum kemur út splunkunýr DVD diskur þar sem íslandsmótinu í Motocross er gerð góð skil á tveimur stútfullum diskur. Allar keppnir í íslandsmótum síðustu tveggja ára er á diskunum þar sem hverri keppni er gerð góð skil í um 25 mínútna löngum þætti, alls 9 keppnir. Einnig verður skemmtilegt aukaefni með í pakkanum sem sýnt hefur verið á árshátíðum síðustu ára.
Diskurinn fer í sölu hérna á vefnum innan skamms og í helstu mótorhjólabúðum
bæjarins.

Skildu eftir svar