Vefmyndavél

Krakka Supercross á ÍSLANDI

Sunnudaginn 16. desember næstkomandi ætlar VÍK að bjóða minnstu ökumönnunum, frá 6 ára aldri að æfa sig innanhúss. Reiðhöll Gusts í Kópavogi hefur verið leigð þennan dag og ætlum við að hafa létta æfingu svona rétt til að pústa út orkunni fyrir jólin í súpercross stíl. Stefnt á að æfingin byrji um hádegið og hver veit nema rauðklæddur kall kíki í heimsókn!!! Öryggis- og kennslulega séð verður megináherslan á að gera braut með mörgum beygjum og smá stökkpöllum og helling af fjöri. Foreldrar munið að láta krakkana nota allan hlífðarbúnað. Þetta er tilraun svo mikilvægt er að þetta gangi vel.
Þessi reiðhöll er í minni kantinum og loftunarkerfi takmarkað og af þeim ástæðum verðum við að takmarka þetta við minnsta flokkinn, 50cc hjól eingöngu. Þátttökugjald er ekkert. Áhugasamir vinsamlegast sendið skráningu á  eftirfarandi tölvupóst með uppl um nafn barns og hjólategund : berglindthrains@hotmail.com
Nánari uppl veitir Berglind í síma 8959599.

Nánari upplýsingar hér á síðunni á næstu dögum.

Leave a Reply