Dakar rallið að hefjast

Þann 5. janúar næstkomandi fara keppendur af stað í Dakar rallinu en því lýkur svo þann 20 janúar, er þetta er í 30. skipti sem keppnin er haldin.

Þáttaka í þessi langa ralli eykst með hverju ári sem líður, í fyrra var metþáttaka en þá hófu 510 ökutæki keppni og luku 310 af þeim keppni, nokkuð var um meiðsli og einnig 2 dauðaslys og voru það bæði úr röðum hjólamanna sem léttust.
Ekki hefur verið gefin endanlegur keppendalisti út ennþá en síðasti listi sem er frá 21 nóvember taldi 245 mótorhjól, 20 fjórhjól, 205 bíla og 100 trukka eða samtals 570 ökutæki og á eftir að fjölga.

Tvöfaldur sigurvegari í hjólaflokki Cyril Despres (KTM) er skráður til leiks, einnig Marc Coma (KTM) sem varð að hætta keppni í fyrra vegna slyss en hann hafði þá leitt nánast allan tímann og bara 2 dagar eftir, flestir af toppökumönnum síðustu ára hafa einnig skráð sig.


Dóri Sveins

Skildu eftir svar